Ekki kosið í Danmörku næstu árin

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Magnus Froderberg/norden.org

Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, hefur lagt á hilluna þá fyrirætlan ríkisstjórnar hennar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjórar undanþágur sem Danir fengu árið 1993 frá Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins.

Undanþágurnar voru veittar til þess að tryggja að Maastricht-sáttmálinn næði fram að ganga en til þess þurfti samþykki allra ríkja sambandsins. Danir höfnuðu sáttmálanum fyrst í þjóðaratkvæði 1992 en samþykktu hann síðan ári síðar með undanþágunum.

Um er að ræða undanþágu frá þátttöku í myndbandalagi Evrópusambandsins og þar með evrunni, sameiginlegum ríkisborgararétti sambandsins, sameiginlegri varnarstefnu og samstarfi í dómsmálum.

Thorning-Schmidt sagði í samtali við danska dagblaðið Politiken að mikill ótti og óvissa væri um framtíð Evrópusambandsins og það gætu því liðið mörg ár þar til haldið yrði þjóðaratkvæði í Danmörku um málefni sem tengdist sambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert