Tekin af lífi fyrir framhjáhald

Mikið vantar upp á að mannréttindi kvenna í Afganistan séu …
Mikið vantar upp á að mannréttindi kvenna í Afganistan séu virt. KAMAL KISHORE

Talibanar í Afganistan hafa tekið konu af lífi sem þeir sökuðu um framhjáhald. Konan var tekin af lífi opinberlega að viðstöddum um 150 mönnum.

Í frétt frá Reuters kemur fram að fréttastofan hafi fengið myndskeið sem sýnir mann með túrban nálgast konu sem grúfir sig niður í jörðina. Hann tók síðan upp byssu og skaut konuna fimm sinnum. Um 150 manna hópur manna sem horfði á aftökuna fagnaði dauða hennar.

Á myndskeiðinu, sem er um þriggja mínútna langt, sést maður segja að Allah hafi varað við framhjáhaldi. Hann segir að Allah hafi fyrirskipað að konan væri tekin af lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert