Fundu fóstur í frystinum

Lögreglan í Alta í Norður-Noregi var í leit að fíkniefnum í íbúð er hún fann mannsfóstur í frystinum. Frumniðurstaða krufningar þykir ekki benda til þess að barnið hafi fæðst lifandi eða hafi verið myrt.

Í frétt Aftenposten um málið segir að búið hafi verið að handtaka parið sem bjó í íbúðinni vegna gruns um fíkniefnabrot áður en fóstrið fannst í íbúð þeirra.

Þar til krufningarskýrsla liggur endanlega fyrir telur lögreglan ekki tilefni til að rannsaka málið sem manndráp heldur telur að um fjölskylduharmleik hafi verið að ræða, segir í frétt Aftenposten. Hún vill ekki gefa upp hvað parið hefur sagt um málið við yfirheyrslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert