Hollande: Grikkir verða að halda evrunni

François Hollande, forseti Frakklands, sagði eftir fund með forsætisráðherra Grikklands í dag að Grikkir yrðu að vera áfram í evrusamstarfinu en yrðu fyrst að sanna að þeir ætluðu sér að lækka skuldir sínar.

„Grikkland er í evrusamstarfinu og Grikkland verður að vera áfram í evrusamstarfinu,“ segir Hollande.

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, kom til fundar við Hollande í París í dag en hann er nú á ferð um Evrópu í þeim tilgangi að reyna að fá lengri frest fyrir gríska ríkið til að standa við loforð sín um leiðréttingar á skuldavandanum.

Í gær hitti hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem var bjartsýn á að Grikkir myndu standa við loforð sín og halda áfram evrusamstarfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert