Tígrisdýr drap starfsmann dýragarðs

Tígrisdýr.
Tígrisdýr. AFP

Kona um fertugt lést af sárum sínum þegar tígrisdýr réðst á hana í dýragarðinum í Köln í dag. Konan var starfsmaður dýragarðsins. Þegar yfirmaður dýragarðsins sá hvað var á seyði skaut hann og drap dýrið.

Rannsókn á atvikinu er ekki lokið en svo virðist sem búri tígrísdýrsins hafi ekki verið nægilega vel lokað. Það hafi því komist út og inn í húsnæði í grennd við búrið. Þar mátti konan sín lítils gegn grimmu dýrinu.

Ekki tókst að bjarga konunni í tæka tíð og lést hún, sem áður segir, af sárum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert