Brutu ekki á Assange með því að sýna hann dansa

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Breska fjölmiðlanefndin hefur vísað frá kvörtun Julians Assange um að sjónvarpsstöð hefði brotið á friðhelgi einkalífs hans með því að sýna myndskeið af Assange að dansa á íslenskum næturklúbbi.

Assange dvelur nú enn í sendiráði Ekvadors í London. Hann hefur barist fyrir rit- og tjáningarfrelsi og er stofnandi vefsíðunnar Wikileaks.

Assange kvartaði til fjölmiðlanefndarinnar í nóvember á síðasta ári í kjölfar heimildarmyndar sem Channel 4 sýndi og hét WikiLeaks: Secrets and Lies.

Assange segir myndskeiðið af sér að dansa á skemmtistaðnum hafa verið notað án sinnar vitundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert