Ný tegund bráðalungnabólgu

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Nýr sjúkdómur í öndunarfærum, sem svipar til bráðalungnabólgunnar habl (sars) hefur verið uppgötvaður. Hundruð létust úr habl snemma á síðasta áratug.

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að 49 ára karlmaður hafi greinst með þennan nýja sjúkdóm en hann dvelur á sjúkrahúsi í London eftir að hafa verið sendur með sjúkraflugi þangað frá Katar. Er hann annar einstaklingurinn sem hefur verið greindur með nýja sjúkdóminn. Sá fyrsti greindist í Sádi-Arabíu en sá sjúklingur lést.

Upplýsingar um bráðalungnabólgu á vef landlæknis:

Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL), á ensku Servere Acute Respiratory Syndrome (SARS), og orsakast af nýjum stofni svokallaðrar kórónaveiru.

Í byrjun febrúar árið 2003 bárust fregnir um að lungnabólgu af ókunnum orsökum hefði orðið vart í Guangdong-héraði í Kína og að nokkrir hefðu látist af hennar völdum. Þessi veiki kallast heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL), á ensku Servere Acute Respiratory Syndrome (SARS), og orsakast af nýjum stofni svokallaðrar kórónaveiru. Kórónaveira er áður þekkt sem ein af fjölmörgum orsökum kvefs.

Helstu einkenni veikinnar eru hiti, beinverkir, þurr hósti og öndunarörðugleikar, fyrstu batamerki koma eftir 5-6 daga en um 10-20% tilfella versnar sóttin og meðferð í öndunarvél getur reynst nauðsynleg, í 4-5% tilfella leiðir lungnabólgan til dauða.

Faraldurinn breiddist út, fyrst í Kína, Hong Kong, Hanoi í Víetnam og síðar í öðrum löndum Asíu og víðar um heim. Þegar faraldurinn var liðinn hjá höfðu 8.445 manns sýkst og 812 látist. Á Vesturlöndum var komið í veg fyrir útbreiðslu veikinnar með einangrun tilfella og með því að rjúfa smitleiðir með því að hafa upp á öllum sem smituðust og láta þá í einangrun.

Hérlendis var fylgt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að ferðamenn skyldu fresta ferðum sínum til sýktra svæða. Aðrar aðgerðir hér á landi fólust m.a. í endurbótum á einangrunaraðstöðu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, kaupum á fleiri öndunarvélum og útgáfu leiðbeininga fyrir heilbrigðisþjónustuna um hvernig skuli bregðast við og annast sjúklinga með HABL. Flugfarþegar voru upplýstir um einkenni HABL og gefnar vor út leiðbeiningar fyrir áhafnir flugvéla.

Með þéttriðnu neti leiðbeininga og upplýsinga ásamt góðri einangrunaraðstöðu tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu smits.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...