Þörf á frekari endurskipulagningu skulda

AFP

Líklega þarf að grípa aftur til þess ráðs að endurskipuleggja skuldir gríska ríkisins þar sem þær eru ósjálfbærar eins og staðan er í dag. Þetta sagði seðlabankastjóri Þýskalands, Jens Weidmann, við blaðamenn í Berlín í dag.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að Weidmann hafi hins vegar varað við því að slík aðgerð myndi eftir sem áður ekki leysa efnahagsvandamál Grikkja.

Frekari björgunaraðgerðir fyrir Grikkland eru nú í biðstöðu á meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fjármálaráðherrar evruríkjanna koma sér saman um það með hvaða hætti verði hægt að draga úr skuldavanda landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert