Palestína verður áheyrnarríki

Mahmoud Abbas forseti Palestínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nú í ...
Mahmoud Abbas forseti Palestínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nú í kvöld. AFP

Atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var að ljúka og er niðurstaðan sú að Palestína fái stöðu áheyrnarríkis. Ísrael og Bandaríkin börðust gegn ályktuninni. Mahmoud Abbas kallaði í ræðu sinni eftir því að SÞ gæfu út „fæðingarvottorð Palestínu“ líkt og gert hafi verið fyrir Ísrael 1947.

Hann sagði að með atkvæðagreiðslunni stæði alþjóðasamfélagið frammi fyrir síðasta tækifærinu til að bjarga tveggja-ríkja lausninni svo nefndu. Sendiherra Ísraels gagnvart sameinuðu þjóðunum, Ron Prosor, sagði hinsvegar að ályktunin gerði ekkert til að greiða fyrir friði heldur væri afturför. 

Atkvæðagreiðslan féll þannig að 138 ríki greiddu atkvæði með ályktuninni um að Palestína fengi stöðu áheyrnarríkis. 9 ríki greiddu atkvæði gegn því, en það voru Bandaríkin og Ísrael, Kanada og Tékkland, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nauru, Palau og Panama. 41 ríki sátu hjá, þar á meðal Bretland og Þýskaland.

„Fyrir nákvæmlega 65 árum í dag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun 181, sem klauf hið sögulega land Palestínu í tvennt og varð að fæðingarvottorði ríkisins Ísrael,“ sagði Abbas í ræðu sinni í New York í kvöld. „Í dag köllum við eftir því að allsherjarþingið gefi út fæðingarvottorð sem staðfesti að ríkið Palestína sé til í raun.“

Sendiherra Ísraels sagði á móti í sinni ræðu að eina leiðin til að tryggja frið á svæðinu væri með samningum milli stríðandi aðila, en ekki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Engin ályktun Sameinuðu þjóðanna getur slitið á 4.000 ára gömul tengsl Ísraelsmanna við landið Ísrael,“ sagði Prosor.

Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum

Dauðaþögn ríkti á Vesturbakkanum í Palestínu á meðan atkvæðin voru greidd í New York, en þúsundir manna höfðu safnast saman í borginni Ramallah til að fylgjast með. Þegar úrslitin urðu ljós brutust mikil fagnaðarlæti út að sögn AFP, fólk söng og hrópaði „Guð er góður“.

„Ég er svo hamingjusöm, ég get ekki lýst tilfinningum mínum. Það er eins og við séum komin fyrir endann á myrkum göngum. Þegar Palestína hefur verið viðurkennd sem ríki getum við nú sameinast sem þjóð og um leiðtoga,“ hefur AFP eftir palestínsku konunni Laila Jaman. Hátíðahöld eru nú um allan Vesturbakkann sem og í Gaza-borg. Í Betlehem var flugeldum skotið á loft þegar niðurstaðan lá fyrir og kirkjubjöllur hringdu á miðnætti.

Bandaríkjamenn uggandi

Susan Rice, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, hvatti bæði Ísraels- og Palestínumenn eftir atkvæðagreiðsluna til að halda friðarviðræðum áfram og varaði við einhliða aðgerðum.

Á vef BBC er auk þess haft eftir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að atkvæðagreiðslan sé óheppileg og vinni gegn markmiðum um frið með því að varða leiðina fleiri hindrunum.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í Palestínu þegar úrslit ...
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í Palestínu þegar úrslit atkvæðagreiðslunar voru ljós. AFP
Susan Rice sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum ræðir við bandarísku ...
Susan Rice sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum ræðir við bandarísku sendinefndina á allsherjarþinginu í kvöld. AFP
Sumir klöppuðu eftir ræðu Mahmoud Abbas á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ...
Sumir klöppuðu eftir ræðu Mahmoud Abbas á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kvöld. AFP
Frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld.
Frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...