Byssusala í Bandaríkjunum stóraukist

AFP

Byssusala í Bandaríkjunum hefur stóraukist eftir skotárásina í barnaskólanum í bænum Newtown í Utah. Umræða um herta vopnalöggjöf hefur fengið marga til að hamstra vopnum sem hugsanlega verður bannað að selja í landinu innan skamms.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hefur varað fólk við, segir Larry Hyatt, eigandi vopnaverslunar í Norður-Karólínu, við AFP.

Ungur maður skaut 20 ung börn til bana í Newtown með hríðskotariffli. Obama hefur sagt til greina koma að banna slík vopn.

Í kjölfarið hafa áhugamenn um byssur streymt í verslanir til að kaupa sér slík vopn, að sögn Hyatt. Hann segir byssusöluna því tilkomna vegna stjórnmálaumræðunnar.

Hann segist hafa verslað með byssur í hálfa öld en að nú sé salan meiri en nokkur sinni. „Forsetinn kom fram í fjölmiðlum og sagði í rauninni: Ef þú vilt kaupa þér byssu, gerðu það núna.“

Þetta þýðir aukin viðskipti í geira sem er þegar mjög umfangsmikill.

Byssuleyfi í Flórída, þar sem skotvopnaeign í landinu er mest, fóru yfir milljón í síðustu viku. Í ríkinu búa 19 milljónir manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert