Portúgalar flýja kreppuna

Portúgalir mótmæla niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Portúgalir mótmæla niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. AFP

Rúmlega 2% portúgölsku þjóðarinnar hafa flutt af landi brott á undanförnum tveimur árum í kjölfar verstu efnahagskreppu landsins í áratugi. 

Fram kemur á vef BBC að allt að 240.000 Portúgalar hafi yfirgefið landið frá árinu 2011. Stór hluti brottfluttra er ungt, hámenntað fólk sem flytur sig um set til Sviss eða fyrrverandi nýlendunnar Angóla, þar sem er uppgangur í olíuiðnaði. Jose Cesario innanríkisráðherra Portúgals segir að líklega hefðu enn fleiri flutt burt ef horfur á vinnumarkaði í gjörvallri Evrópu hefðu ekki versnað líka.

Fólksflótti var lengi vandamál í Portúgal að sögn fréttaritara BBC, en á 10. áratugnum snerist staðan skyndilega við og innflytjendur tóku að streyma til landsins. Í kreppunni nú hefur staðan snúist við enn á ný og einkennast fólksflutningarnir nú af miklum spekileka.

Það sem er hins vegar öðru vísi er að um miðja síðustu öld fluttu flestir Portúgalar í norðurátt til Frakklands. Nú eru þeir líklegri til að setjast að í Sviss, þar sem er stærsta samfélag Portúgala utan landsins, eða til Afríku.

Árið 2012 fluttu á bilinu 25.000 til 30.000 Portúgalar til Angóla. Í fyrra fluttu upp undir 10.000 Portúgalar til nýlendunnar fyrrverandi. Þeim fjölgar einnig stöðugt sem flytja til Mósambík. Enn er líka nokkur straumur til hefðbundnari nágrannalanda í Evrópu, s.s. Þýskalands og Hollands þar sem kreppan hefur ekki bitið jafnfast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...