Hvar er arabíska vorið?

Louis Sako, patríarki kaldeísku kirkjunnar sést hér fyrir miðri mynd.
Louis Sako, patríarki kaldeísku kirkjunnar sést hér fyrir miðri mynd. SAFIN HAMED

Louis Sako, patríarki stærsta kristna safnaðarins í Írak sagði í dag að arabíska vorið hefði aukið á spennu og ofbeldi á milli ólíkra trúfélaga. Kaldeíska kirkjan, sem Sako er í forsvari fyrir, er einn elsti kristni söfnuður í heiminum.

Í viðtali við AFP-fréttastofuna sagði Sako að arabíska vorið hefði upphaflega leitt til mikilla væntinga um framtíðina. Þær hefðu fljótlega horfið. „Hvar er vorið? Það eru bardagar, það er spenna og það er blóð og spilling,“ sagði Sako. 

Sako tók við starfi patríarka í byrjun febrúar, en fyrirrennari hans í starfi, Emmanúel III Delly, þurfti að láta af störfum um áramótin vegna aldurs. Um 700.000 manns tilheyra Kaldeísku kirkjunni, sem notar arameisku í helgiathöfnum sínum og er kirkjan talin ein sú elsta í heiminum. Kristnir menn hafa mátt þola ofsóknir í Írak síðan Saddam Hussein var komið frá völdum árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Stálfelgur
Til sölu 3 gangar af stálfelgum. Subaru 15" svartar á 8.000. 16" Rav4 silfurlita...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...