Biskupar blessa neyðargetnaðarvörn

Kaþólska kirkjan í Þýskalandi hefur lagt blessun sína yfir notkun neyðargetnaðarvarnarinnar „Daginn eftir“ pillunnar, í þeim tilvikum þegar konum er nauðgað. Biskuparáð kirkjunnar segir í yfirlýsingu að þeim fórnarlömbum nauðgana, sem fá meðferð á kaþólskum sjúkrahúsum, eigi að sjálfsögðu að standa til boða besta mögulega meðferð.

„Daginn eftir pillan getur verið hluti af slíkri meðferð,“ segir í yfirlýsingu biskupanna. „En í hverju og einu tilviki á að virða ákvörðunarrétt konunnar.“

Þetta málefni var tekið fyrir á þingi biskupanna í kjölfar þess að ungri konu, sem var fórnarlamb nauðgunar, var meinað um aðstoð á tveimur kaþólskum sjúkrahúsum í borginni Köln í vesturhluta landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert