Lét börnin smakka sæði sitt

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skólaumdæmið í Los Angeles þarf að borga milljónir dollara í bætur í dómssátt í máli vegna kennara sem lét grunnskólabörn smakka á sæði sínu, m.a. smurðu ofan á kex.

Kennarinn kenndi í þriðja bekk. Hann fór í „smökkunarleik“i með nemendum sínum sem m.a. fólust í því að bundið var fyrir augun á þeim og þeir látnir smakka á sæði úr skeið.

Börnin og fjölskyldur þeirra höfðuðu málið gegn skólaumdæminu en barst 191 kæra og búið er að semja í 58 málum. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar fær hver kærandi 470 þúsund dollara í sinn hlut samkvæmt samkomulagi.

Kennarinn var handtekinn í janúar í fyrra. Hann hefur sjálfur verið ákærður í 23 liðum fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun.

Nokkur málin tengjast öðrum kennara við skólann sem einnig braut gegn nemendunum.

Saksóknari segir að kennarinn hafi í „smökkunarleikjunum“ m.a. smurt sæði sínu á kexkökur og á skeiðar og látið börnin smakka, stundum með bundið fyrir augun.

Kennarinn kenndi við skólann í 32 ár. Hann segist saklaus af ákærunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert