Sumartími í Evrópu næstu nótt

Ísland er eina Evrópulandið sem ekki tekur upp sumartíma.
Ísland er eina Evrópulandið sem ekki tekur upp sumartíma. Eggert Jóhannesson

Sumartími verður tekinn upp í Evrópu næstu nótt klukkan 2:00, en þá á að stilla klukkuna þannig að hún sýni 3:00. Eftir breytinguna er klukkan víða í Vestur- og Norður-Evrópu tveimur klukkustundum á undan þeirri íslensku.

Klukkan á Bretlandseyjum verður aftur á móti einni klukkustund á undan okkar klukku.

Venjan er að sumartími sé tekinn upp aðfaranótt síðasta sunnudagsins í mars, en lönd Evrópusambandsins ákváðu árið 1996 að miðað yrði við þá daga. Ísland er eina Evrópulandið sem ekki tekur upp sumartíma.

Sumartíminn varir  í sjö mánuði, en vetrartími er síðan tekinn upp aðfaranótt síðasta sunnudagsins í október, sem í ár ber upp á þann 27. Þá er vísirinn á klukkunni færður aftur um eina klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert