„Lokum ekki hjörtum vorum“

Frans páfi fyrsti leiddi sína fyrstu páskamessu í dag frammi fyrir tugum þúsunda manna á Péturstorgi, en páskadagur er helgasti dagur kristinnar kirkju.

Páfi mun svo að messu lokinni blessa söfnuðinn um veröld alla, svokallað „Urbi et Orbi“, sem hann flytir frá svölum Péturskirkjunnar. Þar blessar hann viðstadda og fólk um heim allan á sextíu tungumálum, en „Urbi et Orbi“ þýðir lauslega „Til Rómar og alls heimsins“.

Frans páfi er fyrsti páfinn í 1.300 ár sem kemur utan Evrópu. Hann mun í dag teygja sig út til hinna vantrúuðu og kaþólskra sem eru að missa trúna og hvetja þau til að teygja sig í átt að Guði.

„Hann tekur á móti ykkur með opnum örmum,“ sagði hinn 76 ára gamli páfi frá Argentínu. Hann var áður erkibiskup í Buenos Aires og hét þá Jorge Mario Bergaglio. Hann leggur áherslu á að kaþólska kirkjan hugi betur að venjulegu fólki og þeirra sem eru í þörf.

„Lokum ekki hjörtum vorum,“ sagði hann við söfnuðinn á Péturstorgi þar sem hann skírði einnig fjóra trúskiptinga.

„Töpum ekki trúnni, gefumst ekki upp. Það eru engar aðstæður þannig að Guð geti ekki breytt þeim til betri vegar,“ sagði páfi.

Kirkjan hefur átt í ýmsum vandræðum vegna veraldarvæðingar, sérstaklega í Evrópu þar sem enn færri sækja nú messu en áður.

Á páskadag heldur fólk upp þá trú kristinna að Jesús hafi dáið og risið aftur upp frá dauðum.

Á skírdag hélt páfi messu í fangelsi fyrir unga fanga í Róm þar sem hann þvoði fætur tólf þeirra, þar á meðal fætur tveggja stúlkna og tveggja múslima. Með því sýndi hann auðmýkt gagnvart postulunum tólf.

Fyrri páfar höfðu einungis framkvæmt þessa trúaratöfn með prestum og kaþólskum leikmönnum.

Á föstudaginn langa var páfi viðstaddur þegar kveikt var í kyndli á Colosseum í Róm þar sem talið er að kristnir píslarvottar hafi verið myrtir. Þar bað hann fyrir friði í Mið-Austurlöndum og hvatt til samræðna á milli kristinna og múslima.

Páfi hefur sagt að hann vilji fátæka kirkju fyrir fátækt fólk og hann hefur tekið upp mun óformlegri siði en forveri hans, Benedikt páfi sextándi viðhafði. Þá hefur hann brotið ýmsar hefðir á sínum fyrstu vikum í embætti.

Bergaglio, sem er íhaldssamur og hófsamur kaþólikki, var í Argentínu þekktur fyrir fábrotinn lífstíl. Hann fór út í fátækrahverfin og barðist fyrir félagslegu réttlæti í heimalandi sínu á tímum efnahagsþrenginga. AFP-fréttastofan greinir frá.

Frans páfi sá um sína fyrstu páskamessu í embætti í …
Frans páfi sá um sína fyrstu páskamessu í embætti í dag. AFP
Frans páfi á leið til páskamessu í dag á Péturstorginu …
Frans páfi á leið til páskamessu í dag á Péturstorginu í Róm. AFP
Frans páfi við messu í dag á Péturstorginu í Róm.
Frans páfi við messu í dag á Péturstorginu í Róm. AFP
Frans páfi kyssti barn á Péturstorgi í dag.
Frans páfi kyssti barn á Péturstorgi í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert