Margaret Thatcher látin

Margaret Hilda Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands er látin. Banamein hennar er heilablóðfall að sögn talsmanns hennar. Hún hafði glímt við vanheilsu undanfarin ár. Thatcher var 87 ára gömul. Er það vefur breska ríkisútvarpsins sem greinir frá andláti hennar.

Að sögn Bells lávarðar tilkynntu börn hennar, Mark og Carol, um andlát móður sinnar en hún lést í morgun. Thatcher var forsætisráðherra Íhaldsflokksins frá árinu 1979 til ársins 1990 og var fyrst kvenna til þess að gegna embætti forsætisráðherra í Bretlandi.

Thatcher, sem hét áður Margaret Roberts, varð þingmaður Finchley árið 1959 en hún hætti á þingi árið 1992. Hún þótti lítt sveigjanleg sem stjórnmálamaður og fékk viðurnefnið Iron Lady eða járnfrúin.

Margaret Thatcher fæddist þann 13. október 1925. Hún var menntaður lyfjafræðingur. Hún gekk að eiga Denis Thatcher árið 1951 en hann lést árið 2003. Edward Heath, þáverandi formaður Íhaldsflokksins skipaði hana í embætti menntamálaráðherra árið 1970. Það var hins vegar árið 1975 sem hún bauð sig fram gegn Heath í formannskjöri og hafði betur. Með því varð hún fyrst kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í breskum stjórnmálaflokki.

Margaret Thatcher baronessa
Margaret Thatcher baronessa AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR _ BÍLKERRUR
Sterku þýsku ANSSEMS & HULCO kerrurnar, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavö...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...