107 ára kona og dóttir hennar létust

Lögregla í Wales er að rannsaka andlát 107 ára konu og 69 ára gamallar dóttur hennar sem fundust látnar á heimili þeirra í bænum Builth Wells í Wales.

Lík mæðgnanna fundust á heimili þeirra sl. mánudag. Sky-fréttastofan hefur eftir lögreglu að grunur leiki á að konurnar hafi látist úr kolsýringseitrun, en rannsókn á andláti þeirra er ekki lokið.

Um 50 manns deyja árlega úr kolsýringseitrun í Bretlandi og um 200 manns verða fyrir heilsutjóni af völdum þessarar eitrunar. Kolsýringseitrun á sér stað þegar kolefni eins og gas, viður, eða kol brenna við ófullkominn bruna. Ef bruninn á sér stað í lokuðu rými eyðir bruninn súrefni og loftið verður mettað af kolsýringi. Kolsýringur er ósýnilegur, bragð- og lyktarlaus og ertir ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.net ...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
Til sölu STIGA Garden sláttutraktor
Lipur, léttur og meðfærilegur. 12,5 ha. Briggs&Stratton mótor, rafstart, bakkgír...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...