3,2 milljónir Frakka í atvinnuleit

Margir bíða á biðstofu ríkisrekinnar atvinnumiðlunar í París í dag.
Margir bíða á biðstofu ríkisrekinnar atvinnumiðlunar í París í dag. AFP

Sífellt fleiri eru án atvinnu í Frakklandi og í mars bættust 36.900 manns við atvinnuleysisskrána. Það eru því rúmlega 3,2 milljónir manna í atvinnuleit í landinu nú um stundir. Ekki hafa verið fleiri í atvinnuleit frá því árið 1997, að því er atvinnumálaráðherra landsins sagði í dag.

Frakkland er annað stærsta hagkerfi evrusvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert