Vilja ekki eitt innistæðutryggingakerfi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa lagst gegn hugmyndum um eitt innistæðutryggingakerfi fyrir allt Evrópusambandið eins og fyrirætlanir hafa verið um í tengslum við fyrirhugað bankabandalag innan sambandsins. Í það minnsta um sinn.

Fréttaveitan Reuters segir að ástæðan sé ótti ráðamanna í Þýskalandi við það að þýskum skattgreiðendum verði í gegnum slíkt kerfi gert að greiða fyrir mistök banka í öðrum ríkjum innan Evrópusambandsins.

Vísað er í því sambandi í ummæli sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lét falla síðastliðinn fimmtudag í borginni Dresden í suðausturhluta landsins þar sem hún viðraði þessar áhyggjur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert