Forsetinn féll af hestbaki

Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Turkmenistan.
Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Turkmenistan.

Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Túrkmenistan, slasaðist í gær þegar hann féll af hestbaki þegar hann tók þátt í kappreiðum. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Forseti Túrkmenistan hefur nánast alræðisvald í landinu og frelsi fjölmiðla er takmarkað. Kappreiðarnar áttu að sýna forsetann í jákvæðu ljósi, en niðurstaðan varð talsvert önnur. Stjórnvöld í landinu reyndu að koma í veg fyrir að myndir af atvikinu yrðu birtar opinberlega, en það tókst ekki og hefur myndskeið þar sem forsetinn sést falla af baki verið birt á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert