Myrti unglingsdreng í sjálfsvörn

Sjálfboðaliði á nágrannavakt í hverfi í Flórída kom fyrir rétt …
Sjálfboðaliði á nágrannavakt í hverfi í Flórída kom fyrir rétt í dag, en hann er sakaður um að hafa myrt svartan unglingsdreng. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sjálfboðaliði á nágrannavakt í hverfi í Flórída kom fyrir rétt í dag, en hann er sakaður um að hafa myrt svartan unglingsdreng. Að sögn vitnis í málinu kallaði drengurinn eftir hjálp áður en hleypt var úr byssu. Jane Surdyka, fyrrum nágranni sakborningsins í málinu, sagðist hafa farið að glugga á heimili sínu eftir að hafa heyrt læti. Þaðan sá hún tvo menn áður en hún heyrði drenginn síðan biðjast vægðar. Fjöldi byssuskota fylgdi síðan í kjölfarið. 

Maðurinn segist hafa skotið hinn sautján ára Trayvon Martin í sjálfsvörn eftir að unglingurinn ýtti honum niður á jörðina og sló höfði hans í gangstéttina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert