Afklæddist á sviði í mótmælaskyni

Amanda Palmer á Glastonbury-hátíðinni.
Amanda Palmer á Glastonbury-hátíðinni. Skjáskot af Daily Mail.

Söngkonan Amanda Palmer kom fram á Glasonbury-hátíðinni á dögunum, en varð fyrir því óhappi að vinstra brjóst hennar losnaði úr brjóstahaldaranum. Af þessu náðist mynd og gerði slúðurtímaritið Daily Mail sér sannarlega mat úr og fjallaði ýtarlega um brjóst söngkonunnar en ekki svo mikið um tónleikana.

Palmer mislíkaði umfjöllunin en frekar en að fara í fýlu söng hún opið bréf til blaðsins á tónleikum sínum á dögunum. Þar gagnrýndi hún ómerkilega og niðurlægjandi umfjöllun slúðurblaða um líkama kvenna og benti Daily Mail á að myndir af brjóstum hennar væru ekki svo óalgengar, en Palmer er þekkt fyrir frjálslegan klæðaburð við flutning. Í miðjum flutningi vippaði hún sér svo úr kímónó sem hún klæddist og flutti næstu erindi kviknakin, við mikinn fögnuð áhorfenda.

Hljóðaði eitt erindið svo, í lauslegri þýðingu blaðamanns:

Kæra Daily Mail,

þið karlrembukjánaklúbbur,

ég er þreytt á öllum óléttukúlunum, snípglefsunum, hliðarspikunum.

Hvar eru fréttnæmu reðrarnir?

Ef Iggy eða Jagger eða Bowie fara úr bolnum heyrast fjölmiðlar ekki kvarta.

Blablabla femínisti ,blablabla kynjakjaftæði, blablabla.

Guð minn góður, geirvarta!

Myndabandið má sjá hér að neðan, en færsla Palmer á síðu sinni með texta finnst hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert