Þolinmæði varð dýrahirði að bana

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. AFP

Fíll varð dýrahirði að bana í Dikerson Park-dýragarðinum í borginni Springfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum í dag nokkrum dögum eftir að forystudýr fílahjarðarinnar í dýragarðinum var svæft vegna veikinda.

Ekki liggur enn fyrir hvers vegna fíllinn, sem ber nafnið Patience, eða Þolinmæði upp á íslensku, réðst á dýrahirðinn, hinn 62 ára gamla John Phillips Bradford sem starfað hafði í dýragarðinum í þrjá áratugi, samkvæmt frétt AFP. Hins vegar mun fíllinn hafa áður sýnt af sér árásagjarna hegðun.

Óvíst er hver örlög fílsins verða en hann hefur verið í dýragarðinum frá árinu 1990.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert