Prestar í hlutverk ástarguðsins

Kirkjur í Varsjá í Póllandi reyna nú að lokka til sín einhleypa í leit að ást. Í Póllandi búa um fimm milljónir fullorðinna, einhleypra einstaklinga. Margir koma í kirkjurnar reglulega til að biðja fyrir því að sá eini - eða sú eina - rétta verði á vegi sínum.

Kirkjunarmenn eru áhugasamir að aðstoða þetta fólk á vegi ástarinnar. Prestarnir eru hræddir um að borgarumhverfið sé ekki hentugt fyrir fólk til að kynnast og verða ástfangið. „En okkar hlutverk er líka að segja þessu fólki hversu mikilvægt það er að biðja fyrir því að rétti makinn finnist,“ segir prestur einn í Varsjá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert