Hleruðu 35 þjóðarleiðtoga

Barack Obama og Angela Merkel á meðan allt lék í …
Barack Obama og Angela Merkel á meðan allt lék í lyndi. AFP

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hleraði símtöl leiðtoga 35 ríkja heims, eftir að hafa fengið númer þeirra afhent frá Hvíta húsinu, Pentagon og utanríkisráðuneytinu.

Breska blaðið Guardian segir frá þessu í kvöld, eftir trúnaðargögnum sem fengust frá uppljóstraranum Edward Snowden.

Einn ónefndur bandarískur embættismaður er sagður hafa afhent NSA yfir 200 símanúmer sem skyldu hleruð, þar á meðal númer leiðtoga heims. Eftirlit var samstundis hafið með þeim, samkvæmt trúnaðarskjalinu sem Guardian vitnar til.

Síðustu daga hafa fregnir borist af því að Bandaríkjamenn hafi hlerað síma Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem og þjóðarleiðtoga Brasilíu og Mexíkó. Fréttirnar hafa vakið mikla reiði víða um lönd og sett skjálfta í diplómatískt samskipti Bandaríkjanna.

Af skjalinu sem Guardian hefur í höndum má jafnframt ráða að þarna hafi ekki verið um neitt einsdæmi að ræða heldu hafi NSA reglulega fylgst með símtölum leiðtoga heims. Hleranirnar munu þó ekki hafa skilað miklum árangri, hvað varðar söfnun upplýsinga sem varða þjóðarhag Bandaríkjanna.

Frétt Guardian um hleranirnar

Höfuðstöðvar NSA í Maryland í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar NSA í Maryland í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert