Sögð hafa leikið of mikið á píanó

Morgunblaðið/Rósa Braga

Réttarhöld yfir píanóleikara, hinni 27 ára Laia Martin sem sögð er hafa haldið vöku fyrir nágranna sínum, eru nú hafin á Spáni. Á hún yfir höfði sér rúmlega sjö ára fangelsisdóm, verði hún fundin sek um að hafa valdið nágrannanum andlegum skaða. 

Nágranni konunnar segir Martin hafa æft sig í átta klukkustundir, fimm daga vikunnar. Píanóleikarinn bjó á hæðinni fyrir neðan konuna í fjölbýlishúsi.

Nágranninn, Sonia B, segir að píanóleikurinn hafi valdið sér miklu hugarangri og hafi hún átt erfitt með svefn. Þá hafi píanóleikurinn einnig kallað fram stress og kvíðaköst hjá henni. Sagði Sonia píanóleikarann ábyrgan fyrir hávaðamengun í bænum.

Sonia sagði við dóminn í dag að hún hataði nú píanó og hefði flutt úr húsinu.

Píanóleikarann neitar að hafa spilað jafn mikið heima og nágranninn heldur fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert