Obama boðar Netanyahu á sinn fund

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á sinn fund til að ræða samkomulagði sem alþjóðasamfélagið gerði við Íransstjórn um kjarnorkuáætlun landsins. Samkomulagið hleypti illu blóði í Ísraelsmenn.

Talsmaður Hvíta hússins í Washington, segir að Obama hafi tjáð Netanyahu að hann vilji að Bandaríkin og Ísrael geti hist til að fara yfir stöðun sem fyrst í tengslum við samkomulagið sem náðist í Gefn í nótt. 

Vesturveldin hafa sagt að samkomulagið sé sögulegt og tryggi aukinn stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Forsætisráðherra Ísraels sagði hins vegar að samkomulagið væri „söguleg mistök“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert