Strandaði við Finnland

Farþegaskipið Amorella
Farþegaskipið Amorella Af vef Marinetraffic

Farþegaskip með um 2.000 farþega innanborðs strandaði í grennd við Finnland fyrr í dag. Enginn farþeganna slasaðist og héldu þeir ró sinni eftir slysið, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu Viking Line.

Stefnt var að því að reyna að fjarlægja skipið af vettvangi í kvöld og draga það til hafnar. Ekki er talið að sjór leki inn í skipið og eru farþegarnir öruggir um borð.

Skipið, sem gengur undir nafninu Amorella, var fyrst sjósett árið 1988. Það er um 170 metra langt og rúmar 2.480 farþega.

Frétt CNN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert