Nýnasistar ráðast á mótmælendur

Hópur nýnasista réðst til atlögu gegn hópi fólks sem mótmælti kynþáttaníði í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær. Tveir mótmælendur slösuðust í árásinni og tveir lögreglumenn.

Samkvæmt CNN og sænskum fjölmiðlum tóku um fjörtíu nýnasistar þátt í árásinni, köstuðu grjóti, flöskum og logandi flugeldum á um 200 manna hóp sem tók þátt í skipulögðum mótmælum gegn kynþáttaníði og fjölgun nýnasista í borginni, að sögn talsmanns lögreglunnar í Stokkhólmi.

Í frétt DN kemur fram að 28 hafi verið handteknir vegna málsins í Stokkhólmi en þeir sem urðu skotmark nýnasista kvarta undan því hversu seint og illa lögreglan brást við árásinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert