Lán til lítilla fyrirtækja leyfð á Kúbu

Raul Castro ásamt Fidel Castro
Raul Castro ásamt Fidel Castro Mynd/AFP

Lítil lán til einkaaðila hafa nú verið leyfð á Kúbu auk þess sem mögulegur lánstími hefur verið lengdur umtalsvert. Breytingarnar á lögum um lán eru liður í efnahagsáætlun Rauls Castros, forseta landsins. Kúbverjar mega nú setja hús sitt eða skartgripi að veði fyrir lánum sem það tekur. Lágmarksupphæð sem hægt er að lána er nú um 1.000 pesóar, eða um 67 Bandaríkjadalir. 

Á undanförnum mánuðum hafa stjórnvöld á Kúbu verið að snúa við blaðinu og aflétt nokkrum viðskiptahindrunum. Fyrr í þessum mánuði var til að mynda banni við innflutningi á bifreiðum aflétt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert