Átta ára í sprengjuvesti

Sjálfsvígsárásir eru tíðar í Afganistan en ekki er algengt að …
Sjálfsvígsárásir eru tíðar í Afganistan en ekki er algengt að átta ára börn reyni að fremja slíkar árásir. AFP

Átta ára gömul stúlka var stöðvuð af lögreglu í suðurhluta Afganistan í gær en hún var íklædd sprengjuvesti sem notað er við sjálfsvígsárásir.

Stúlkan gerði tilraun til þess að sprengja sig í loft upp skammt frá landamæravörðum í Helmand-héraði, samkvæmt upplýsingum BBC frá innanríkisráðuneyti landsins.

Talið er að litla stúlkan sé systir háttsetts liðsmanns talibana en hún var í lostástandi þegar lögregla handtók hana eftir að hafa tekið eftir því að hún væri í sjálfsvígsvesti. Hún reyndi að sprengja sig upp en tókst ekki að gera hnappinn á vestinu virkan sem kemur sprengjunni af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert