Ríkisstjórn loks mynduð í Líbanon

Forsætisráðherra Líbanons, Tammam Salam, kynnti í gær nýja ríkisstjórn landsins eftir tíu mánaða langar viðræður. 

Alls eru 24 ráðherrar í ríkisstjórninni, 23 karlar og ein kona. Hisbollah-hreyfingin, sem eru sjítar, og flokkur fyrrverandi forsætisráðherra, Saad Hariri, sem eru súnní-múslímar, eiga aðild að ríkisstjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert