Neita að samþykkja reikninga ESB

Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands.
Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands. AFP

Stjórnvöld í Hollandi, Bretlandi og Svíþjóð neituðu í gær að samþykkja bókhald Evrópusambandsins fyrir árið 2012 með þeim rökum að misfærslur í því hefðu aukist frá árinu á undan. Þannig hefði hlutfallið verið 3,9% árið 2011 en 4,8% árið eftir.

Fram kemur á fréttavefnum Dutch News að fjármálaráðherra Hollands, Jeroen Dijsselbloem, upplýsi í hvaða löndum misfærslan á fjármunum Evrópusambandsins ætti sér stað. Þannig væri hægt að fara almenninga yfir það hvernig meðferð fjármuna sambandsins væri háttað. Rifjað er upp í fréttinni að endurskoðendur Evrópusambandsins hafi í 19 ár samfellt neitað að votta áreiðanleika bókhalds sambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert