Síamstvíburar með einn búk

Indversk kona fæddi í vikunni síamstvíbura sem voru með einn búk en tvö höfuð. Börnin voru með tvo hálsa og tvo hryggi, en bara einn búk. Læknar segja óvíst hvort börnin lifi þessa fötlun af.

Móðir barnanna er 28 ára gömul og faðirinn 32 ára. Börnin var tekið með keisaraskurði. Shikha Malik læknir á sjúkrahúsinu þar sem börnin fæddust segir að foreldrarnir séu áhyggjufullir, en allt verði gert sem hægt sé til að bjarga tvíburunum. Hann segir móðirin hafi farið í ómskoðun tveimur vikum fyrir fæðingu og þá hafi uppgötvast hvers kyns var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert