Á annað hundrað manns saknað

Átta dauðsföll hafa verið staðfest eftir að aurskriða féll á bæinn Oso í Washingtonríki á laugardag og á annað hundrað manns er enn saknað. Meira en þrjátíu hús eyðilögðust og talið er að margir séu fastir í bílum sínum.

Aurskriðan féll á versta tíma, snemma morguns á laugardegi, þannig að flestir íbúar voru heima hjá sér. Aurskriðuna má rekja til mikilla rigninga á svæðinu að undanförnu. 

Björgunaraðgerðir gengu hægt þar sem aðstæður eru afar krefjandi og nær leðjan sumstaðar mönnum upp að hálsi. Þá er mikil hætta á að fleiri aurskriður verði á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert