Ekki á leið inn í Úkraínu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa engin áform um að senda hersveitir sínar yfir landmærin að Úkraínu. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við rússneska ríkisútvarpið í morgun. Þá hefðu Rússar og vestræn ríki færst nær lausn á málinu.

„Við höfum alls engin áform um að fara yfir úkraínsku landamærin eða áhuga á því,“ sagði Lavrov í viðtalinu. Með því virtist hann útiloka með afgerandi hætti innrás í Úkraínu samkvæmt frétt AFP í kjölfar þess að Rússar innlimuðu Krímskaga.

Þá sagði ráðherrann að minna bæri á milli í afstöðu Rússa og vestrænna ríkja til málsins en áður. Viðræður að undanförnu hefðu lagt grunninn að mögulegri sameiginlegri nálgun sem gæti í framhaldinu verið kynnt ráðamönnum í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert