Límdi peningana við kynfærin

Wikipedia

Tollverðir í vesturhluta Þýskalands gripu eldri hjón glóðvolg á dögunum þegar þau komu til landsins frá Lúxembúrg en fólkið reyndi að smygla samtals um 200 þúsund evrum án þess að gera grein fyrir fjármununum. Ferðamenn sem fara á milli landa innan Evrópusambandsins með meira en 10 þúsund evrur á sér verða að tilkynna það til tollyfirvalda samkvæmt fréttavefnum Thelocal.de.

Fram kemur í fréttinni að fólkið hafi verið stöðvað af tollvörðum þegar það kom inn í Þýskaland á bifreið sinni og leitað á þeim í kjölfarið. Samtals hafi fundist átta þúsund evrur á konunni en tæplega 200 þúsund á karlmanninum en féð hafi verið fest með límbandi við kynfæri hans. Fólkið á von á hárri sekt vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert