Hótaði að skjóta starfsmennina

Hið fræga Hollywood-skilti í Los Angeles. Myndin er úr safni.
Hið fræga Hollywood-skilti í Los Angeles. Myndin er úr safni. AFP

Lögreglan í Los Angeles handtók mann í nótt sem hafði ráðist inn á skrifstofur dagblaðsins Los Angeles Times og hótað að hleypa af og hefja skothríð.

Hins vegar er óvíst hvort hann hafi verið vopnaður skotvopni, að því er segir í frétt AFP um málið. Starfsmenn blaðsins læstu sig inni á öruggu svæði á meðan lögreglan kom á vettvang og handtók manninn.

Vitni sögðu við Los Angeles Times að maðurinn hefði verið langt niðri og í vægast sagt slæmu ástandi. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert