Óska eftir rússneskum friðargæsluliðum

AFP

Aðskilnaðarsinnar, sem eru hliðhollir Rússum, í austurhluta Úkraínu hafa óskað eftir því að fá rússneska friðargæsluliða til sín til að koma á stöðugleika á svæðinu. Til átaka kom í gærkvöldi en talið er að fjórir hafi látið lífið í skotbardaga í borginni Slavyansk.

Vyacheslav Ponomaryov, sem er yfirmaður aðskilnaðarsinna í borginni, sagði fyrr í dag að þrír aðskilnaðarsinnar og einn árásarmenn hefðu verið skotnir. Síðdegis í dag fór hann fram á það við Vladímir Pútín, forseta Rússlands, að rússneskir friðargæsluliðar yrðu sendir a´vettvang.

Ljósmyndari AFP var á vettvangi og sagðist hafa séð tvö lík. Hann ræddi við tuttugu ára gamlan aðskilnaðarsinna sem sagðist hafa tekið af fullum krafti þátt í átökunum. Hann var vel vopnum búinn.

Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt árásina sem þeir telja að hafi verið á vegum úkraínskra öfgahópa. Þeir gagnrýnt jafnframt úkraínsk stjórnvöld fyrir að virða vopnahlé ríkjanna að vettugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert