Win Tin látinn

Win Tin, sem hefur barist fyrir mannréttindum í Búrma í áratugi, lést í nótt, 84 ára að aldri. Herforingjastjórnin í landinu handtók hann árið 1989 en samtals fékk hann að dúsa í fangelsi í nítján ár.

Hann var góður vinur Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtogans í Búrma, en þau störfuðu saman í Lýðræðishreyfingunni.

Í frétt AFP segir að Win Tin hafi á ævi sinni hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir baráttu sína fyrir lýræðisumbótum, svo sem frelsisverðlaun UNESCO árið 2001.

Frétt mbl.is: Boðar byltingu hugarfarsins

Win Tin.
Win Tin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert