Rappari lést í sprengjuárás

Rapparinn Deso Dogg
Rapparinn Deso Dogg Af vef Wikipedia

Þýski rapparinn Deso Dogg lést í sjálfsmorðssprengjuárás í Sýrlandi á sunnudag.

Hann var meðlimur í jíhadistasamtökunum ISIL, þ.e. Hins íslamska ríkis og Miðjarðarhafsbotna. Fimmtán aðrir meðlimir samtakanna létu lífið.

Eftir að hafa nærri látið lífið í bílslysi árið 2010 lagði rapparinn tónlistarferilinn í Þýskalandi á hilluna og tók upp múhameðstrú. Síðan þá hefur hann barist fyrir ýmsa íslamska öfgahópa, nú síðast í Sýrlandi.

Sprengjuárásin varð er átök brutust út á milli ISIL og andstæðinga þeirra í samtökunum Al-Nusra Front, systursamtökum Al-Qaeda í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert