Pútín styður kosningar í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, segir að þingkosningarnar sem eiga að fara fram 25. maí nk. sé skref í rétta átt. Pútín bætti því hins vegar við að kosningarnar muni ekki leiða til neinnar niðurstöðu sé ekki staðinn vörður um réttindi allra borgara.

Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram, að Pútín hafi hvatt aðgerðarsinna sem styðja Rússa í suðausturhluta Úkraínu til að aflýsa fyrirhugðum atkvæðagreiðslum um sjálfstæði frá Úkraínu, en þær áttu að fara fram um næstu helgi. 

Mikil spenna ríkir í samskiptum Rússa og Úkraínu og bandamanna þeirra á Vesturlöndum vegna neyðarástandsins í Úkraínu. 

Rússnesk stjórnvöld segja að þau muni verja réttindi rússneskumælandi íbúa í suður- og austurhluta landsins gegn því sem þau kalla ólýðræðislega ríkisstjórn í Kænugarði. 

Stjórnvöld í Kænugarði hafa aftur á móti hafnað kröfum stuðningsmanna Rússa um aukna sjálfstjórn, en þau óttast að það gæti leitt til þess að Úkraína liðist í sundur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert