Seldi verðlaunin upp í skuldir

Wikipedia

Þýskur sundkappi greip til þess ráðs að selja verðlaunapeningana sem hún fékk á ólympíuleikum á uppboði á netinu til þess að greiða niður skuldir upp á 100 þúsund evrur eða sem nemur rúmlega 15 milljónum króna. 

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að Sandra Völker hafi selt silfurpening sem hún fékk á ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 á 28 þúsund evrur og tvenn bronsverðlaun frá sömu leikum fyrir sömu upphæð samanlagt. Þá seldi hún sundfötin sín frá leikunum á 150 evrur og sundtíma fyrir 460 evrur.

Völker, sem er fertug að aldri, sagði miklu fargi af sér létt. Hún væri sátt við niðurstöðuna. Fram kemur ennfremur í fréttinni að hún hafi þjáðst af þunglyndi eftir að sundferli hennar lauk og lent í fjárhagsvandræðum í framhaldinu í tengslum við íbúðarkaup.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert