Rýmdu torgið vegna sprengjuhótunar

Hollenska lögreglan að störfum.
Hollenska lögreglan að störfum. AFP

Hollenska lögreglan rýmdi í dag aðaltorg Amsterdam, Dam-torgið, vegna sprengjuhótunar. Höll konungsfjölskyldunnar stendur við torgið.

„Vegna sprengjuhótunarinnar í Bijenkorf-verslunarmiðstöðinni hefur húsið verið rýmt,“ segir í Twitter-færslu lögreglunnar. Síðar var ákveðið að rýma allt torgið. 

Lögregluþyrlu er nú flogið yfir torgið og mikill viðbúnaður er á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert