Tvítugur danskur piltur lést á Mallorka

AFP

Tvítugur danskur maður lést þegar hann féll af svölum á fjórðu hæð hótels í ferðamannabænum Magaluf á Mallorca aðfaranótt sunnudags.

Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í dag, en áður hafði verið fjallað um málið í spænskum og breskum fjölmiðlum og því haldið fram að um Breta væri að ræða. Samkvæmt frétt Berlingske var það ekki fyrr en vegabréf mannsins fannst að í ljós kom að hann væri danskur en ekki breskur.

Mjög lítið virðist vera vitað um slysið samkvæmt dönskum miðlum annað en það hafi átt sér stað um þrjúleytið um nóttina og að utanríkisráðuneytið hafi staðfest að maðurinn hafi verið danskur. 

Næturlífið á Magaluf hefur ratað í fjölmiðla að undanförnu eftir að myndskeið fór í dreifingu sem sýndi írska stúlku gefa 24 körlum munnmök og fá greitt fyrir með ókeypis drykk á barnum. Myndskeiðið vakti hörð viðbrögð bæjarfulltrúa, sem krefjast þess að eitthvað verði gert til þess að stöðva óhefta áfengis- og fíkniefnaneyslu í næturlífi í bænum.

Einungis nokkrir dagar eru síðan 19 ára Breti slasaðist þegar hann féll af svölum á þriðju hæð á Mallorka. 

Frétt Ekstrabladet

Umfjöllun Guardian um næturlífið á Magaluf

BBC 

Þjóðverjar eru áberandi á Mallorka og fylgdust margir með úrslitum …
Þjóðverjar eru áberandi á Mallorka og fylgdust margir með úrslitum HM í gærkvöldi AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert