Drengur dróst á eftir bíl og lést

Lögreglumenn í Suður-Afríku að störfum.
Lögreglumenn í Suður-Afríku að störfum. Af Wikipedia

 Fjögurra ára drengur lést eftir að þjófar sem rændu bíl sem hann var í drógu hann á eftir bílnum. Fótur drengsins var fastur í öryggisbelti bílsins. Atvikið átti sér stað í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Móðir drengsins var nýbúin að festa hann í öryggisbeltið í bílnum við almenningsgarð í Jóhannesarborg. Er hún sneri sér við sá hún hóp manna fyrir aftan sig. Einn þeirra beindi byssu að höfði hennar.

Móðirin grátbað ræningjana að skilja drenginn eftir og reyndi hvað hún gat að losa hann úr bílnum. Allt kom fyrir ekki, ræningjarnir settust inn í bílinn og óku af stað. Drengurinn dróst á eftir bílnum þar sem fótur hans hafði fest í öryggisbeltinu, segir í umfjöllun suðurafríska Times um málið.

Móðirin og fleiri sjónarvottar reyndu að elta bílinn og ná drengnum. Bíllinn fannst síðar mannlaus í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá garðinum. Lík drengsins var við hlið hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert