Segir „ákveðinn árangur“ hafa náðst

Rússnesk stjórnvöld sögðu í dag að „ákveðinn árangur“ hefði náðst í öllum þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í viðræðum á milli utanríkisráðherra Rússa og Úkraínumanna sem staðið hafa yfir í Berlín höfuðborg Þýskalands frá því á föstudag.

Fram kemur í tilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins samkvæmt frétt AFP að lögð sé áhersla á að finna skjótvirkar leiðir til þess að stöðva átök í austanverðri Úkraínu og tryggja landamæraöryggi landsins gagnvart Rússlandi. Ennfremur að koma neyðarbirgðum til almennra borgara á svæðinu og koma á formlegum friðarviðræðum.

„Ákveðinn árangur náðist varðandi öll þessi atriði,“ segir í yfirlýsingunni. „Samþykkt var að halda viðræðunum áfram á þessum forsendum með það að markmiði að leggja fram skýrar tillögur sem hægt væri að leggja fyrir leiðtoga Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Úkraínu.

Utanríkisráðherrar Rússlands, Úkraínu, Frakklands og Þýskalands.
Utanríkisráðherrar Rússlands, Úkraínu, Frakklands og Þýskalands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert