Fjórir drepnir á Gaza

Fjórir Palestínumenn létust í loftárásum Ísraela á Gaza í nótt, tveir í  Deir al-Balah og tveir í Nusseirat.

Tveir rúmlega tvítugir menn létust er eldflaug hæfði heimili þeirra í Nusseirat en ekki hafa verið veittar upplýsingar um þá sem létust í  Deir al-Balah.

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza eru tæplega 2.100 Palestínumenn látnir og yfir 10.300 særðir eftir árásir Ísraela undanfarnar vikur. Þrír almennir borgarar hafa látist í árásum Hamas á Ísrael og 64 hermenn fallið.

Í gær létust þrír yfirmenn í her Hamas í árásum Ísraelshers. Hamas segir að dauði þeirra muni ekki hafa nein áhrif á styrk Hamas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert