Hamas tók 18 af lífi

AFP

Hernaðararmur Hamas tók átján menn af lífi í dag en mennirnir voru sakaðir um að hafa veitt Ísraelsher aðstoð þær sex vikur sem umsátrið um Gaza hefur staðið.

AFP-fréttastofan segir að þetta hafi komið fram á sjónvarpsstöð Hamas fyrir skömmu. Sex þeirra sem voru teknir af lífi voru skotnir til bana fyrir framan mosku af mönnum sem voru klæddir í einkennisklæðnað hernaðararms Hamas, að sögn vitna.

Sexmenningarnir voru dregnir út úr hópi sem var að koma út úr moskunni. Þeim var ýtt niður og einn árásarmannanna æpti þetta er síðasta augnablik aðstoðarmanna síonista og skaut þá. Ellefu voru skotnir til bana á torgi skammt frá rústum höfuðstöðva lögreglunnar í Gazaborg en Ísraelsher sprengdi húsið í loft upp fyrir nokkru.  Sá átjándi var skotinn skammt frá. Fram kemur á vefnum Majd að mennirnir hafi verið drepnir fyrir að hafa veitt síonistum aðstoð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert